Hæ, ég heiti Lucie.
og ég býð upp á…
Einkaþjálfun og nærigaþjálfun
Fjarþjálfun í kraftlyftingum
Námskeið í lyftingum
Lucie
Martinsdóttir
Ég heiti Lucie – afreksíþróttakona, styrktarþjálfari og móðir. Ég keppi á hæsta stigi í kraftlyftingum, hef sjálf þjálfað í gegnum þrjár meðgöngur og hjálpað bæði byrjendum og afreksíþróttafólki að verða sterkari.
Fyrir mér snúast lyftingar ekki bara um kílóin á stönginni – heldur um aga, úthald, heilbrigði og að styrkja bæði líkama og huga til framtíðar. Ég trúi ekki á skyndilausnir – bara skynsama þjálfun, stöðugleika og sterkt hugarfar.
Ég brenn fyrir því að hjálpa fólki að finna sína eigin styrk – hvort sem það er í ræktinni, á meðgöngu, eftir barnsburð, í endurhæfingu eða einfaldlega í daglegu lífi. Ég veit hvernig það er að samræma stóra drauma við raunverulegt líf – og hvernig hægt er að byggja upp venjur sem endist, bæta lífsgæði og styðja við heilbrigt líf til langs tíma - jafnvel á efri árum
Þjálfunin mín snýst ekki bara um tímana í salnum – ég vil hjálpa þér að breyta lífinu þínu. Ég styð þig í að verða virkari, borða hollt, vinna með verki og meiðsli, og finna lausnir sem henta þínum aðstæðum og takmörkunum.
Þetta er ekki bara fyrir kraftlyftingafólk – þjálfunin mín er fyrir alla sem vilja bæta lífsgæði sín.
Hafðu samband!
Hefurðu áhuga á að vinna með mér?
Fylltu út upplýsingarnar hér og ég hef samband við þig sem fyrst.
Ég hlakka til að heyra frá þér!
Umsögn
Lucie hjálpaði mér að verða miklu sterkari á stuttum tíma. Eftir nokkra mánuði var ég búinn að bæta um 10 kg af vöðvamassa og tók 150 kg í hnébeygju og 190 kg í réttstöðulyftu – og ég er enn að bæta mig.
Václav, 33
Ég var nýbúin að eignast barn og er að koma mér aftur af stað eftir meðgöngu. Þjálfunin hjá Lucie hefur hjálpað mér gríðarlega – hún aðlagar prógrammið að mínum þörfum og gefur frábærar athugasemdir við hverja æfingu. Ég finn hvað ég er orðin sterk og lærði helling af henni! Hún hvatti mig til að stefna á keppni, sem hefur lengi verið draumur. Mæli svo sannarlega með Lucie!